Erlent

Viðræður um stjórnarmyndun standa tæpt

Yves Leterme. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið brösuglega.
Yves Leterme. Stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið brösuglega. AFP

Tilraunir Yves Leterme, leiðtoga kristilegra demókrata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsríkisstjórn hengu á bláþræði í gær, eftir að ekki tókst samkomulag þrátt fyrir að reynt hefði verið til þrautar að leysa síðustu ágreiningsmálin á fundi sem stóð fram á morgun.

Ágreiningurinn stendur aðallega um valdmörk milli landshlutastjórnanna, flæmska hlutans í norðri og frönskumælandi Vallónahlutans í suðri, og sambandsríkisstjórnarinnar. Vallónar vilja ekki fallast á að enn meiri völd en þegar er orðið verði færð til landshlutastjórnanna eins og fulltrúar Flæmingja vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×