Segjast ekki láta kúga sig 16. nóvember 2006 06:00 Hátíðahöld Kýpur-Tyrkja Mehmet Ali Talat, forseti tyrkneska hluta Kýpur, skoðar herafla Kýpur-Tyrkja ásamt Mehmet Eros, yfirmanni tyrkneska hersins, við hátíðahöldin í Nikosíu í gær, sem haldin voru í tilefni þess að 23 ár eru liðin frá því AÐ Kýpur-Tyrkir lýstu yfir sjálfstæði.fréttablaðið/AFP MYND/AFP „Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
„Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira