Forðuðust deilur í sjónvarpinu 19. október 2006 04:00 Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius Gættu þess að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru. MYND/AP Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur. Erlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur.
Erlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira