Erlent

Fangelsisdyrnar lokast á eftir Skilling

Skilling faðmaði konuna sína í síðasta skipti í langan tíma fyrir utan fangelsið í dag.
Skilling faðmaði konuna sína í síðasta skipti í langan tíma fyrir utan fangelsið í dag. MYND/AP

Fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska orkufyrirtækisins Enron, sem fór á hausinn með háum hvelli árið 2001, hóf fangavist sína í dag í alríkisfangelsinu í Waseca í Minnesota. Hann er dæmdur í 24ra ára fangelsi fyrir hlut sinn í bókhaldssvindli og lygum að hluthöfum fyrirtækisins sem margir áttu allt sitt sparifé í Enron-bréfum.

Dómur Skillings, sem er 53ja ára í dag, er sá þyngsti sem nokkur yfirmanna Enrons hlaut. Jafnvel þó hann fái reynslulausn sem styttir dóminn, meðal annars ef vel gengur í áfengismeðferð sem hann hefur verið skikkaður í, er ljóst að hann verður gamall maður þegar hann getur um frjálst höfuð strokið á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×