Erlent

Berlingske Officin segir upp 350 manns

Útgáfufyrirtækið Berlingske Officin hyggst segja upp 350 starfmönnum á næstu tveimur árum en það jafngildir áttunda hverjum starfsmanna. Þetta er gert vegna fjárhagsvanda félagsins.

Fram kemur á fréttavef Politiken að starfsmenn fyrirtækisins séu nú um 2700 en fyrirtækið rekur meðal annars dagblöðin Berlingske Tidende, B.T., Urban, Århus Stiftstidende og fjölda héraðsblaða. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins kemur meirihluti þeirra sem sagt verður upp úr stétt blaðamanna og stjórnenda en með því á að draga úr launakostnaði. Berlingske Officin er líkt og Orkla Media dótturfélag breska fyrirtækisins Mecom og segir talsmaður trúnaðarmanna að óskað verði eftir viðræðum við yfirstjórn félagsins til þess að fara yfir málið og reyna að fækka þeim sem sagt verður upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×