Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum 20. október 2006 05:00 Fundað um Norður-Kóreu Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkirsáðherra og Suður-Kóreu MYND/AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum. Erlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum.
Erlent Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira