Erlent

Engum Palestínumönnum sleppt fyrir hátíðina

Ísraelar ætla ekki að frelsa neina palestínska fanga fyrir Eid-al-Adha, eina stærstu hátíð íslams, sem hefst í flestum múslimalöndum á gamlársdag. Ísraelska dagblaðið Haaretz hefur það eftir stjórnmálamönnum að engum föngum verði sleppt fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi Palestínumanna.

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarsvæðanna, bað um að föngunum yrði sleppt úr haldi áður en hátíðin hæfist og f orsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert hafði gefið í skyn að svo gæti orðið.

Ísraelar hafa undanfarin ár leyst úr haldi palestínska fanga fyrir Eid-al-Adha hátíðina, til að bæta samskipti Ísraela og Palestínumanna. Olmert hafði hins vegar ekki nægan stuðning í þinginu eða ráðherraliði sínu í þetta skiptið og hafði þar að auki sætt ámæli frá fjölskyldu hermannsins Shalits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×