Erlent

Fuglaflensa í þriðja héraðinu í Víetnam

Fuglum hefur verið slátrað víða um heim.
Fuglum hefur verið slátrað víða um heim. MYND/AP

Fuglaflensa greindist í þriðja héraðinu í Víetnam í dag, degi eftir að landbúnaðarráðuneytið sagðist hafa náð tökum á útbreiðslu sjúkdómsins. H5N1 veiran greindist í 450 öndum í Hau Giang héraðinu sem liggur að héruðunum þar sem meira en 9.000 fuglum hefur verið slátrað síðan veiran greindist fyrst þar, þann 11. desember.

Engin smit hafa enn greinst í fólki í þetta skiptið en 42 hafa látist úr fuglaflensunni í Víetnam. Enginn hefur hins vegar látist síðan seint á síðasta ári. Alls hafa 154 látist úr fuglaflensu, af þeim 258 sem sýkst hafa. Flestir þeirra, eða 57 manns, hafa látist í Indónesíu, en Víetnamar koma fast á hæla þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×