Erlent

Stjórnarherinn nálgast Mogadishu

Stjórnarhermenn á vörubílspalli.
Stjórnarhermenn á vörubílspalli. MYND/AP

Stjórnarhermenn í Sómalíu, með liðsstyrk eþíópískra hermanna, segjast nú hafa náð aðalveginum til Mogadishu og búast við að hafa alla borgina á valdi sínu innan þriggja stunda. Uppreisnarsamtökin Íslömsku dómstólarnir tilkynntu í morgun að sveitir þeirra hefðu yfirgefið höfuðborgina.

Uppreisnarmennirnir hafa haft borgina á valdi sínu frá því í júní. Uppreisnarmennirnir ætluðu þó ekki að gefast upp þó þeir yfirgæfu eitt helsta vígi sitt undanfarið hálft ár, heldur útskýrðu flóttann sem stríðstækni og sögðu sveitir sínar áfram verða sterkar.

Stjórnarherinn segir uppreisnarmennina hafa flúið til hafnarborgarinnar Kismayo, sem er sunnan við höfuðborgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×