Erlent

Sýna 170 tonn af ís

MYND/AP

170 tonn af ís eru nú til sýnis í skautahöll í norðanverðu Þýskalandi í formi 13 ísskúlptúra undir þemanu ísöldin. Stytturnar sýna mjög mismunandi myndir, allt frá landslagsmyndum frá Japan, að vatnasleða og mörgæsum. Mörgæsirnar eru einmitt þema sýningarinnar í ár og tengjast flestar stytturnar fuglunum ófleygu á einhvern hátt.

Sýningin mun standa í íshöllinni í Roevershagen í Rostock fram að febrúarlokum en þá verður styttunum hent í sjóinn við strendur Rostock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×