Erlent

Lagt til að friða ísbirni

Ísbjarnarbirna með tveimur húnum sínum.
Ísbjarnarbirna með tveimur húnum sínum. MYND/AP

Bandaríska ríkisstjórnin hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, þar eð heimkynni þeirra eru smátt og smátt að bráðna í hlýnandi loftslagi. Slík ákvörðun myndi hafa það í för með sér að öll bandarísk fyrirtæki og stofnanir verða að taka tillit til dýranna við störf sín.

Innanríkisráðherrann, sem lagði tillöguna fram, vildi hins vegar ekki tjá sig neitt um það hvort Bandaríkjamenn myndu þá í þessu augnamiði draga saman mengun af völdum gróðurhúsalofttegunda. Flestir ísbirnir lifa á Grænlandi og á Svalbarða en fimm þúsund dýra stofn lifir aðallega í Alaska og ferðast yfir til Kanada og Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×