Leiðtogar í friðarhug um jólin 24. desember 2006 12:31 Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira