Innlent

Jólaveðrið verður með ágætum

MYND/Valgarður

Ágætlega horfir með veður nú um jólahátíðina. Vindur gengur smám saman niður á landinu í dag og þegar jólaklukkur boða hátíð í bæ ætti víðast hvar að vera komið prýðilegasta veður. Einna síst verður veðrið allra austast á landinu þar sem vindstrengur lónir við ströndina en er í rénun og ætti vindur að vera gengin niður þar í nótt.

Á jóladag og annan í jólum eru horfur á fremur rólegur suðvestlægum áttum með skúraveðri hér og hvar. Má ætla að hitastigið um jóladagana verði á bilinu 2-8 stig og því eru horfur á rauðum jólum víðast hvar á landinu. Vegir eru nánast auðir um allt land og þar sem horfur er á hlýindum næstu daga ættu skilyrði til ferðalaga að vera með besta móti þessa jólahátíð, sem eru talsverð umskipti frá því sem verið hefur nú síðustu dagana fyrir jól.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×