Erlent

Verður að vara við þunglyndislyfjum

Prozactöflur létta mörgum Íslendingum lífið í skammdeginu.
Prozactöflur létta mörgum Íslendingum lífið í skammdeginu.
Matvæla- og lyfjanefnd Bandaríkjanna ákvað í kvöld að þunglyndislyf skuli merkt með viðvörunum þess efnis að notkun þeirra geti aukið sjálfsvígshugsanir hjá notendum undir 25 ára aldri. Fyrir stendur á pakkningum lyfjanna að börnum og unglingum sé hættara við slíkum hugleiðingum með notkun lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru meðal annarra Zoloft og Prozac.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×