Erlent

Guantanamo-fangi tapaði máli

Frá Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu.
Frá Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. MYND/AP

Salim Ahmed Hamdan, fangi í Guantanamo-fangabúðunum, sem vann mikilvægan dómssigur fyrir hæstarétti Bandaríkjanna í júní, tapaði í dag máli sínu gegn ríkinu. Alríkisdómari vísaði frá kröfunni um að varðhald hans í Guantanamo væri ólöglegt. Dómarinn vísaði í nýlega undirrituð lög um hryðjuverkamenn.

Niðurstaða dómarans var sú að samkvæmt lögunum væri Guantanamo ekki innan lögsagnarumdæmis alríkislaga. Hann sagði meðal annars að ætlunarverk Bush og félaga hans með lögunum heppnað, að útiloka möguleikann á að Guantanamo-fangar gætu krafist lausnar fyrir bandarískum dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×