Erlent

Ísraelar brjóta vopnahlé á Gaza

Eldfimt ástand er nú á Gaza.
Eldfimt ástand er nú á Gaza. MYND/AP

Ísraelskir hermenn drápu palestínskan byssumann í dag, í fyrsta skipti síðan vopnahlé á Gaza milli Palestínumanna og Ísraela var samþykkt þann 26. nóvember síðastliðinn. Maðurinn var skotinn rétt við landamæragirðingu sjálfstjórnarsvæðisins. Hann var meðlimur í Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna.

Palestínumenn hafa skotið um 20 eldflaugum yfir til Ísraels frá Gaza-svæðinu síðan vopnahléð var samþykkt. Herskáir Palestínumenn telja árásir gegn Palestínumönnum á vesturbakka Jórdanar einnig brot á vopnahléssamkomulaginu, þó að það hafi einungis átt að gilda á Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×