Erlent

Lögregla í Ipswich hefur fengið yfir 2000 símtöl vegna morða

MYND/AP

Lögregla í Suffolk á Englandi hefur fengið hefur yfir 2000 símtöl frá almenningi í kjölfar þess að hún fann tvö lík í gær sem talin eru af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið. Talið er að raðmorðingi gangi laus í landinu en á skömmum tíma hafa fimm vændiskonur fundist látnar nærri Ipswich.

Lögregla segir ekki líklegt að staðfest verði í dag hvort líkin sem fundust í gær séu af vændiskonunum tveimur sem saknað hefur verið en þau fundust í skóglendi og bendir flest til þess að þeim hafi verið komið fyrir þar.

Breska götublaðið New of the World hefur heitið 250 þúsund pundum til handa þeim sem vísað geti á morðingjann eða morðingjana, en ekki er útilokað að fleiri en einn sé á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×