Erlent

Morðingi Hariris var ekki líbanskur

Frá gröf Rafiks Hariris og sjö manna sem voru í fylgd hans þann 14. febrúar.
Frá gröf Rafiks Hariris og sjö manna sem voru í fylgd hans þann 14. febrúar. MYND/HeS

Rannsóknarlögreglumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa dregið upp nokkuð grófa mynd af sjálfsmorðssprengjumanni sem myrti Rafik Hariri í gífurlegri sprengingu, út frá einni tönn og 33 ofurlitlum, skaðbrunnum húðflipum. Rannsóknarnefndin segir hann hafa verið á þrítugsaldri og að hann hafi ekki verið líbanskur.

Rannsóknarnefndin hefur ekki gefið neitt í skyn um hver hún haldi að hafi skipulagt árásina eða hvaðan morðinginn var. Hitt er vitað út frá rannsóknum á tönninni að sá sem sprengdi sig og 23 til viðbótar í loft upp þann 14. febrúar 2005 var ekki búinn að vera í Líbanon nema í 2-3 mánuði, hann var fæddur og uppalinn í öðru landi.

Út frá sönnunargögnum sem safnað hefur verið frá sprengjustaðnum hefur verið sýnt fram á að allt um það bil 1800 kíló af TNT sprengiefni hafi verið sprengd þegar bílalest Hariris hafi átt leið fram hjá. Sprengiefnin voru í Mitsubishi sendiferðabíl og var sprengjan sett af stað með handafli af einhverjum sem var í eða við bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×