Erlent

Þrýstihópur um Lónsheiðargöng innan Samstöðu

Vegurinn um Hvalnesskriður fer oft í sundur eða lokast vegna grjóthruns.
Vegurinn um Hvalnesskriður fer oft í sundur eða lokast vegna grjóthruns. MYND/af vef áhugahóps um göng undir Lónsheiði

Baráttuhópur um göng undir Lónsheiði í stað núverandi vegstæðis um Hvalnes- og Þvottárskriður hefur verið stofnaður undir verndarvæng regnhlífarsamtakanna Samstöðu, að sögn fréttavefjarins horn.is. Samtökin sameina marga þrýstihópa sem berjast fyrir bættu umferðaröryggi á landinu. Þau voru upphaflega stofnuð til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar.

Á heimasíðu hópsins er hægt að skrá sig og er lögð áhersla á samráð við aðila í hópnum FÍB, tryggingarfélög, olíufélög og sveitarfélög, auk samgönguyfirvalda hér á landi.

Eftir að samgönguyfirvöld samþykktu tvöföldun Reykjanesbrautar ákvað áhugahópurinn Samstaða að leggja sitt af mörkum í vegabótum á landinu öllu með markvissri fjölgun áhugahópa um umferðaröryggi. Félagar í þessum hópum leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að upplýsa um hættur og mögulegar úrbætur í sínu nágrenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×