Erlent

Pinochet jarðsunginn í dag

Hermenn bera kistu Pinochets fyrir jarðarför hans í Santiago í dag.
Hermenn bera kistu Pinochets fyrir jarðarför hans í Santiago í dag. MYND/AP

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í dag jarðsunginn í herskóla landsins í höfuðborginni Santiago. Pinochet lést á sunnudaginn var og eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum fékk hann ekki viðhafnarútför. Ástæðan er sú að í sautján ára valdatíð hans á árunum 1973-1990 er talið að þúsundir andstæðinga hans hafi ýmist látist eða horfið sporlaust en margsinnis var reynt að sakfella Pinochet fyrir glæpina sem framdir voru undir hans stjórn en árangurs.

Dauði Pinochet hefur því vakið blendnar tilfinningar meðal þjóðarinnar en þúsundir söfnuðust saman við fyrir utan herskólann þar sem jarðarförin fór fram og héldu á myndum af leiðtoganum fyrrverandi.

Michele Bachelet, forseti landsins, sótti hins vegar ekki jarðarförina enda var hún fórnarlamb pyntinga í valdatíð Pinochets. Sendi hún í staðinn varnarmálaráðherra landsins til að vera við útförina.

Eftir athöfnina var flogið með kistu Pinochets í líkbrennslu og fær fjölskylda hans öskuna að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×