Ekki öllum harmdauði 11. desember 2006 19:22 Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila