Erlent

Veira herjar á farþega stærsta skemmtiferðaskips heims

Stærsta skemmtiferðaskip heims, Royal Caribbean´s Freedom of the Seas, er nú fast við bryggju í Miami eftir að magakveisa kom upp meðal farþega í annað skiptið á stuttum tíma.

Hátt í 400 manns veiktust í ferð með skipinu í lok síðasta mánaðar af völdum illvígrar veiru sem veldur uppköstum, niðurgangi og magakrampa og var skipið þrifið hátt og lágt fyrir næstu ferð. Það virðist ekki hafa dugað því yfir 100 manns veiktust í þeirri ferð og hefur Sjúkdómavarnamiðstöð Bandaríkjanna kyrrsett skipið og fylgist með að það verði þrifið hátt og lágt áður en lagt verður af stað í næstu ferð. Vonast er til að það verði á morgun og með í för verða fleiri læknar og ræstitæknar en áður ef svo fer að veiran lætur áfram á sér kræla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×