Erlent

Írar banna tóbakssælgæti og smápakka af sígarettum

MYND/Reuters

Írar ætla að banna sölu á sígarettupökkum með færri en 20 sígarettum í maílok á næsta ári til þess að reyna að draga úr reykingum barna og unglinga. Yngstu reykingamennirnir sækja í minni sígarettupakkningar þar sem þær eru ódýrari, að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Þá verður sælgæti sem líkist tóbaksvörum einnig bannað.

Írar urðu fyrstir þjóða til að banna reykingar á öllum vinnustöðum, þar með töldum börum og veitingastöðum, árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×