Erlent

Farþegavél snúið við vegna vindgangs

Flugvél American Airlines var lent í skyndi í flugvellinum í Nashville á miðri leið í dag vegna lyktar af brennisteini sem fannst í flugvélinni, eins og einhver hefði kveikt á eldspýtu. Við rannsókn játaði kona um borð í vélinni að hafa kveikt á eldspýtum til að reyna að hylma yfir vindgang sem hrjáði hana.

Eftir að hún hafði verið yfirheyrð af Alríkislögreglunni FBI var henni sleppt án ákæru, enda þótti sannað að henni hafi ekki gengið neitt illt til, heldur hafi hún einungis ætlað að hlífa meðreiðarfólki sínu við prumpulykt. Þá fékk hún að halda áfram ferð sinni með annarri flugvél flugfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×