Erlent

Ekvador hallast til vinstri með nýjum forseta

Rafael Correa t.v. og Lenin Moreno, varaforseti Ekvadors t.h.
Rafael Correa t.v. og Lenin Moreno, varaforseti Ekvadors t.h. MYND/AP

Ekvador bættist í fylkingu vinstrisinnaðra Suður-Ameríkuríkja í dag þegar talningu lauk upp úr kjörkössum forsetakosninganna. Hagfræðingurinn Rafael Correa, vinur hins alræmda Hugo Chavez, forseta Venesúela, hlaut tæp 56,7% gildra atkvæða og vann óvéfengjanlegan sigur á bananakónginum hægrisinnaða Alvaro Noboa.

Kosningadómstóll Ekvadors tilkynnti opinberar lokatölur í dag.

Fjárfestar í Ekvador ókyrrast mjög yfir sigri Correas því hann hefur hótað að draga úr endurgreiðslum á skuldum ríkisins. Hann vill einnig færa stjórnarhætti Ekvadors meira til vinstri á allan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×