Erlent

Ekki öruggara að nota handfrjálsan búnað

Hættan á umferðarslysum eykst þegar fólk talar í farsíma við akstur, óháð því hvort notaður er handfrjáls búnaður eða ekki. Þetta leiðir ný rannsókn á vegum rannsóknarseturs Danmerkur í samgöngumálum í ljós en greint er frá henni á vef Jótlandspóstsins.

Þar kemur enn fremur fram að þótt maður haldi um stýrið og tali í handfrjálsan búnað þá skerðist athyglin engu að síður og viðbragðstíminn lengist sömuleiðis. Það leiði aftur til þess að ökumenn sem tala í farsíma eru hættulegri í umferðinni.

Rannsóknin sýnir einnig að útvarp og hljómflutningstæki trufli ökumenn jafnmikið og farsíminn og að því megi líkja við að fólk keyri undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×