Erlent

Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn

Ed Bradley. Myndin er frá árinu 2004
Ed Bradley. Myndin er frá árinu 2004 MYND/AP

Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði.

Á gifturíkum ferli sínum vann hann alls 19 Emmy verðlaun en hann byrjaði feril sinn sem fréttamaður í París og fór þaðan til Víetnam og á önnur átakasvæði í Asíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×