Erlent

Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn.

Olmert sagði að hann hefði persónulega kannað málið og komist að því að þetta hefði verið tæknigalli. Það sé ekki stefna Ísraels að gera slíkar árásir á óbreytta borgara. Olmert kvaðst harma mjög þessi mistök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×