Erlent

Segir rétt hjá Rumsfeld að segja af sér

MYND/Reuters

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Damerkur, segir það rétta ákvörðun hjá Donald Rumsfeld að segja af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í kjölfar slæmrar útreiðar Repúblikanaflokksins í þingkosningum í Bandaríkjunum í fyrradag.

Í samtali við dönsku fréttaveifuna Ritzau segir Rasmussen að með þessu geti George Bush Bandaríkjaforseti stuðlað að betri samvinnu við demókrata og hugsanlega auðveldað Bandaríkjamönnum að ná stjórn á ástandinu í Írak. Sem kunnugt er voru dönsk stjórnvöld líkt og þau íslensku í hópi hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak og sem stendur er nokkur fjöldi danskra hermanna þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×