Erlent

Skothríð í Danmörku

Danska lögreglan hefur beitt skotvopnum sínum mun oftar á þessu ári, en undanfarin ár. Það sem af er árinu hefur verið hleypt af níutíu skotum.

Mjög strangar reglur gilda um notkun dönsku lögreglunnar á skotvopnum sínum, og er hvert einasta tilfelli tekið til sérstakrar rannsóknar. Skotafjöldinn það sem af er þessu ári er næstum þrefalt á við síðasta ár.

Lögreglan bendir á að þarna séu talin með skot sem séu notuð til þess að aflífa dýr, og í ár hafi verið tvö tilfelli þar sem þurfti að skjóta mörgum skotum. Í annað skiptið var nítján skotum skotið á naut sem olli hættu á hraðbraut. Í annað skipti var níu skotum skotið á bardagahund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×