Erlent

Segir Bandaríkjastjórn áfram stefna að öryggi í Írak

Írakskir hermenn á vettvangi sjálfsmorðsárásar í Bagdad í morgun. Tveir lögreglumenn létust og tveir særðust í árásinni.
Írakskir hermenn á vettvangi sjálfsmorðsárásar í Bagdad í morgun. Tveir lögreglumenn létust og tveir særðust í árásinni. MYND/AP

Zalmey Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fullvissaði í dag írakska stjórnmálamenn um að George Bush Bandaríkjaforseti stefndi áfram að því að tryggja öryggi í Írak og að hann myndi vinna með demókrötum að því markmiði. Þessi orð lét hann falla í kjölfar sigurs demókrata í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, en kosningarnar þóttu um margt mælikvarði á stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðirnar í Írak.

„Bandaríkjamenn munu styðja Írak eins lengi og Írakar telja þörf á því," sagði Khalilzad og benti á að Bush mótaði áfram utanríkisstefnu landsins og væri æðsti yfirmaður bandaríska hersins. Úrslitin í gær þýða hins vegar að völd demókrata í landinu aukast og með ítökum sínum í fulltrúadeildinni geta þeir haft ýmis áhrif á þróun mála í Írak.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×