Erlent

Michael Jackson snýr aftur á sviðið

Michael Jackson mun snúa aftur og flytja lög af albúminu "Thriller" á tónlistarhátíð í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Jackson mun þar taka við viðurkenningu fyrir að hafa selt meira en eitthundrað milljón plötur á ferli sínum.

Michael Jackson hefur haldið sig til hlés síðan hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á börnum síðastliðið sumar. Hann hefur haldið sig mest í Bahrein og á Írlandi. Hefur raunar sagt að hann hafi í hyggju að flytja til Evrópu og endurvekja þar tónlistarferil sinn.

Fyrstu skrefin í þá átt stígur hann væntanlega á tónlistarhátíðinni í Lundúnum, hinn fimmtánda þessa mánaðar. Meðal annarra sem koma þar fram verða Beyonce, Mary J. Blige og Andrea Bocelli. Kynnir verður bandaríska söngkonan Lindsey Lohan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×