Erlent

Repúblikanar halda enn meirihluta í öldungadeild en mjótt er á munum

George Allen, frambjóðandi demókrata í Virginíu en það er eitt þeirra fylkja sem demókratar þurfa að vinna til að ná meirihluta í öldungadeildinni.
George Allen, frambjóðandi demókrata í Virginíu en það er eitt þeirra fylkja sem demókratar þurfa að vinna til að ná meirihluta í öldungadeildinni. MYND/AP

Demókratar hafa unnið þrjú af þeim sex öldungardeildarsætum sem þeir þurfa til að ná meirihluta í deildinni: í Pennsylvaníu, Rhode Island og Ohio. Einnig ná þeir að halda þeim sætum sem repúblikanar ógnuðu í New Jersey og Maryland. Mjótt er á mununum í Tennessee, Missouri og Virginíu, fylkjunum sem munu skera úr um hver fer með meirihlutann í öldungadeildinni.

Repúblikanar leiða í þessum þremur fylkjum þar sem enn er talið. Lokatalna er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra klukkutíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×