Bush tekur lokasprettinn 31. október 2006 16:46 George W. Bush segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra. Gagnrýnir stefnuleysi demókrataBush ferðast nú um og heldur kappfundi á þeim stöðum sem talið er að nærvera hans geti gagnast frambjóðendum repúblikana. Nýjasta könnun New York Times/CBS sjónvarpsstöðvarinnar sýnir einungis 38 prósenta ánægju með störf forsetans en það er ekki að sjá á þessum uppákomum. Þær eru vel skipulagðar og gefa þá mynd af Bush að hann sé öruggur og dáður leiðtogi. Markmiðið er að kveikja í flokksmönnum og fá þá til að flykkjast á kjörstaði. Bush, sem var klappstýra sem unglingur, er á heimavelli og gagnrýnir demókrata með grípandi slagorðum. Hann segir demókrata skorta vilja til sigurs og ekki geta komið sér saman um stefnu varðandi Írak. Veikur bletturÞar hittir forsetinn á veikan blett hjá demókrötum. Forystumenn og frambjóðendur flokksins segja nær allir að þeir vilji breyta um stefnu í Íraksstríðinu en þeir eru langt í frá sammála um hvernig eigi að standa að því. Sumir vilja sjá alla bandaríska hermenn burtu þaðan fyrir árslok 2007, aðrir gefa lengri tíma og enn aðrir telja að skipta eigi Írak í þrjú sjálfsstjórnarsvæði sem verði undir öryggisneti bandaríska hersins um óákveðinn tíma. Þar fyrir utan er hópur þingmanna sem vill skera á fjárstreymi til hersins vegna stríðsins. Breytinga ekki að væntaÁ hinn bóginn skiptir kannski ekki öllu máli þótt stefnuleysis gæti hjá demókrötum því á meðan Bush situr enn í Hvíta húsinu er valdið enn hans. Þingið mun hvorki hafa vald til að stjórna hernaði né kalla hersveitir heim. Að sjálfssögðu munu demókratar þó vera í betri aðstöðu til að hafa áhrif á ríkisstjórnina með einum eða öðrum hætti nái flokkurinn meirihluta í annarri eða báðum deildum þingsins. ÁhættaBush tekur ákveðna áhættu með að leggja áherslu á Írak svo stuttu fyrir kosningar. Flestir frambjóðendur repúblikana sem eru í óvissri stöðu forðast umræðu um stríðið og sumir þeirra forðast Bush. Karl Rove, sem kallaður er arkitekt kosningasigra repúblikanaflokksins undanfarin ár, gaf út þá stefnu í sumar að leiðin til að draga úr áhrifum Íraksstríðsins væri að ræða það og nýta til að benda á veikleika demókrata. Forsetinn tók þá stefnu upp af krafti fyrir helgi þegar hann bauð blaðamönnum að ræða Íraksstríðið og viðurkenndi vonbrigði með framgang þess. Það á eftir að koma í ljós hvort ráðgjöf Rove reynist farsæl en færa má rök fyrir því að á þessu stigi hafi repúblikanar litlu að tapa og til mikils að vinna.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira