Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar 13. október 2006 11:28 Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira