Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu 20. september 2006 21:18 Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna. Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna.
Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira