Skotárás í Montreal í rannsókn 14. september 2006 12:30 Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi. Erlent Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Ein kona týndi lífi og minnst nítján særðust þegar ungur maður hóf skothríð á samnemendur sína í menntaskóla í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Lögregla felldi árásarmanninn. Ungur maður, klæddur svörtum rykfrakka og með hanakamb hóf skothríð fyrir utan Dawson-menntaskólann í Montreal í Kanada síðdegis í gær. Hann gekk síðan inn í skólann og hélt skothríðinni áfram. Námsmenn hlupu felmtri slegnir út úr skólanum þegar ljóst var að maðurinn hafði það eitt í huga að særa og myrða sem flesta. Nokkrir nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn voru í matsalnum þegar árásarmaðurinn gekk þar inn og köstuðu allir sér í gólfið um leið og hann hóf skothríð. Að sögn vitna skýldi maðurinn sér á bak við sjálfsala á meðan hann hlóð byssu sína og svo hélt hann áfram að hleypa af henni. Fjöldi nemenda var þá í skólastofum skólans og kennarar hlupu um gangana og sögðu nemendum að forða sér hið snarasta. Lögreglumenn voru nærri vettvangi þegar ósköpin dundu yfir en voru að sinna öðru útkalli. Þeir óskuðu þegar eftir liðsauka og þustu á vettvang. Lögreglumenn skýldu sér bak við vegg við skólan og skiptust á skotum við manninn sem var þá staddur inni í matsalnum á annarri hæð. Lögregla fór varlega að manninum þar sem fjölmargir nemendur voru nálægt honum. Svo fór að lögregla skaut manninn til bana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bar hann á sér þrjú vopn en ekki er vitað hverrar gerðar. Ein byssan mun þó líkast til hafa verið sjálfvirk sökum þess hve árásarmaðurinn hleypti af mörgum skotum. Ein ung stúlka féll fyrir byssukúlu árásarmannsins og tuttugu særðust, þar af sex lífshættulega. Atburðir gærdagsins vekja sárar minningar fyrir marga íbúa í Montreal. Verstu fjöldamorð kanadískrar sögu voru framin þar fyrir tæpum 17 árum en í desember 1989 réðst byssumaðurinn Marc Lepine inn í stúlknaskóla þar í borg og skaut fjórtán nemendur til bana áður en hann svipti sig lífi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira