Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt 12. september 2006 13:31 Abdul Aziz Duaik hrópar á fréttamenn við komuna í herdómstólinn á Ramallah í morgun. MYND/AP Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira