Erlent

Annan gagnrýnir allsherjarþingið

Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi meðlimi allsherjarþings S.þ. í kvöld fyrir að bregðast ekki við vaxandi ofbeldi í átökum Ísraela og Palestínumanna. Hann flutti sitt síðasta ávarp um Miðausturlönd fyrir öryggisráðið í kvöld, þar sem hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri um áramótin.

Annan sagðist þá myndu bætast í hóp þeirra leiðtoga sem stíga af stóli án þess að hafa séð lausn á araba og gyðinga fyrir botni Miðjarðarhafs. "Tortryggnin milli Ísraela og Palestínumanna er nú meiri en nokkru sinni, við verðum umsvifalaust að reyna upp á nýtt að koma á friði á svæðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×