Erlent

Rabbíinn vildi ljósastiku í jólaskreytingarnar

Hér á Íslandi amast fáir við jólaljósunum, sem lýsa upp skammdegið.
Hér á Íslandi amast fáir við jólaljósunum, sem lýsa upp skammdegið. MYND/Haraldur Jónasson

Flugvallaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle hafa tekið niður 14 jólatré eftir að rabbíi í borginni fór fram á risastórri sjö arma ljósastiku yrði bætt við hátíðaskreytingarnar. Trén voru sett upp aftur í gær eftir að rabbíinn fullvissaði flugvallarstjórnina um að hann myndi ekki fá dómsúrskurð til að þröngva gyðinglegum skreytingum upp á flugvallarstjórnina.

Borgarbúar í Seattle urðu æfareiðir við ákvörðunina um að taka niður jólaskreytingar og fannst flestum, ekki bara kristnum mönnum, of langt gengið í pólitískri rétthugsun og tilraun til að afkristna jólin og útiloka trú úr samfélaginu.

Rabbíinn segist ekki hafa beðið um að trén yrðu tekin niður, þetta staðfesta flugvallaryfirvöld, en hann hefur engu að síður fengið reiðibréf frá úrillu og móðguðu fólki.

Rabbíinn og aðrir verða hins vegar hafðir með í ráðum að ári, svo allir geti unað glaðir við sitt um næstu hátíðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×