Erlent

Öflugur jarðskjálfti á miklu dýpi nærri Indónesíu

Öflugur neðansjávarjarðskjálfti hreyfði við norðausturhluta Indónesíu í kvöld en engin hætta er á flóðbylgju vegna þess hve djúpur sjórinn er þar sem skjálftinn á upptök sín. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter-kvarðanum og átti upptök sín um 252 kílómetra norðaustur af eyjunni Sulawesi, á 237 kílómetra dýpi undir yfirborði sjávar og jarðskorpunnar.

Að sögn indónesískra yfirvalda mátti finna skjálftann á nokkrum stöðum á norðurhluta Sulawesi, en ekki er talið að neinar skemmdir hafi orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×