Erlent

Nýtt afbrigði af blátunguveirunni greinist á Sardiníu

Áður óþekkt afbrigði af blátunguveirunni sem veldur sjúkdómi í dýrum hefur fundist á ítölsku eyjunni Sardiníu og hefur 20 kílómetra varnarsvæði verið lokað af í kringum þar sem veiran fannst. Evrópuráðið tilkynnti í dag að veiran hefði greinst á mánudag og að hún hefði líklega borist til Evrópu með skordýrum. Hún hefur ekki áður fundist í Evrópu.

Blátunguveiran veldur sjúkdómi sem nefnist blátunga á íslensku, eins og nafnið gefur til kynna blánar tunga sýktra dýra og er það óyggjandi einkenni hjá flestum dýrum. Sjúkdómurinn berst ekki í menn og hefur aldrei greinst á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×