Kerry baðst forláts 3. nóvember 2006 04:00 Bush er á ferð og flugi milli kosningafunda þessa dagana. Þarna er hann að leggja af stað frá Washington vestur á bóginn til Nevada, Montana og Missouri. MYND/AP Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“ Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“
Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira