Erlent

Indverskir karlmenn með of stutt typpi

Smokkar eru til í öllum regnbogans litum.
Smokkar eru til í öllum regnbogans litum. MYND/af netinu

Rannsókn á rúmlega 1000 indverskum karlmönnum hefur leitt í ljós að alþjóðlegar staðalstærðir á smokkum eru fullrúmar fyrir indversk typpi. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna er rúmur helmingur indversku mannanna með of stutta limi til að fylla upp í verjurnar. Þess vegna verður núna boðið upp á smokka í mismunandi stærðum á Indlandi.

Vandamálið er talsvert alvarlegt vegna þess að í 20% tilvika dettur smokkurinn af eða rifnar, sem er óvenju hátt hlutfall í landi sem hefur mesta fjölda HIV-smita í heiminum.

Rúmlega 1.200 sjálfboðaliðar hvaðanæva af landinu buðust til að taka þátt í tilrauninni, sem var skipulögð af rannsóknarráði indverskra lækna. Í hópnum voru menn úr öllum þjóðfélags- og trúarhópum, dreifbýli og þéttbýli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×