Erlent

Mikið magn sprengiefna í miðaldabæ í Svíþjóð

Bærinn Visby er á heimsminjalista UNESCO.
Bærinn Visby er á heimsminjalista UNESCO. MYND/af netinu
Tíu hús voru rýmd í miðaldaborginni Visby í Svíþjóð eftir að lögreglan fann mikið magn sprengiefna í húsi þar í borg í gærkvöldi, þar sem góðkunningi lögreglunnar var til húsa. Auk sprengiefna fundust í húsinu eldfim efni og eiturlyf. Visby er stærsta borg eyjunnar Gotlands, sem er undan suðausturströnd Svíþjóðar.

Heimamaðurinn var handtekinn eftir mikla baráttu gegn lögregluþjónum. Óbreyttir lögreglumenn hættu húsleitinni þegar þeir fundu sprengiefnin og flugu sprengjusérfræðingar til eyjunnar í dag til að leita og ganga frá sprengiefnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×