Mannfall á Gaza-svæðinu 9. júní 2006 23:00 Slösuð stúlka flutt á sjúkrahús á norðurhluta Gaza-strandarinnar. MYND/AP Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira