Mannfall á Gaza-svæðinu 9. júní 2006 23:00 Slösuð stúlka flutt á sjúkrahús á norðurhluta Gaza-strandarinnar. MYND/AP Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira