Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 4. sæti yfir þjóðir þar sem jafnrétti kynjanna er komið hvað lengst á veg. Svíþjóð skipar efsta sætið, Noregur annað sætið, Finnland það þriðja og Íslendingar það fjórða.
Röð 10 efstu landa er sem hér segir:
1. Svíþjóð
2. Noregur
3. Finnland
4. Ísland
5. Þýskaland
6. Filippseyjar
7. Nýja Sjáland
8. Danmörk
9. Bretland
10. Írland
Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ekkert land hefur náð fullkomnu jafnræði en hún tiltekur fjögur svið og eru þau efnhagsleg þátttaka, menntun, heilsa og stjórnmálaþátttaka. Staða kvenna er mæld á hverju sviði fyrir sig og þannig á að vera hægara um vik að gera úrbætur á þeim sviðum.
Nokkrir áhugaverðir punktar koma fram í skýrslunni en hún sýnir að konur á Íslandi eiga enn töluvert í land varðandi stjórnmálaþátttöku en standa sig einna best í menntun og samkvæmt skýrslunni eru mun fleiri konur en karlmenn í háskólanámi á Íslandi.
Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga á vefsíðu World Economic Forum en hún er www.weforum.org