Erlent

Hjálp berst ekki til nauðstaddra vegna ofbeldis

Flóttamenn í Darfur.
Flóttamenn í Darfur. MYND/Reuters

Vaxandi ofbeldi í Darfur-héraði í Súdan kemur í veg fyrir að hjálparstofnanir komi hjálpargögnum til hundruða þúsunda sem þurfa á hjálpinni að halda. Leiðtogi Súdana segir friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna óraunsæja og sagði S.þ. velkomnar í Súdan, svo lengi sem áætlunin væri raunsæ.

Tony Blair hótaði í dag að flugbanni yfir Darfur gæti verið beitt sem hluta af viðskiptaþvingunum gegn Súdan ef þeir samþykki ekki friðarferli Sameinuðu þjóðanna. Al-Samani Al-Wasiyla, utanríkisráðherra Súdans, sagði í dag "Slíkar fullyrðingar ... bæta ekki friðarvonir, þær lengja þrautirnar."

Einnig er farið að reyna á þolrif Bandaríkjamanna með því að Súdanir neita að þiggja alþjóðlegt herlið. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Sean McCormack, sagði að þrátt fyrir að áhersla væri enn lögð á viðræðuferlið og friðsamar lausnir, þá væri einnig verið að skoða aðrar lausnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×