Erlent

Þjóðarmorðsklerkur laus úr fangelsi

Úr myndinni Hótel Rúanda, sem gerð var um þjóðarmorð Hútúa á Tútsum.
Úr myndinni Hótel Rúanda, sem gerð var um þjóðarmorð Hútúa á Tútsum. MYND/af netinu

Rúöndskum presti á níræðisaldri var sleppt úr fangelsi eftir 10 ára fangavist fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Tútsum árið 1994. Elizaphan Ntakirutimana er fyrsti fanginn sem leystur er úr haldi, eftir að hafa setið af sér dóm Alþjóðlega glæpamannadómstólsins fyrir Rúanda.

Ntakiruimana er sagður hafa eggjað árásarmenn Hútúa til að myrða Tútsa í þjóðernishreinsunum árið 1994, hann var prestur fyrir sjöunda dags aðventista. Sonur hans fékk 25 ára dóm fyrir að taka sjálfur þátt í morðunum.

800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru drepnir á hundrað dögum af árásarsveitum Hútúa árið 1994. Sérstakur alþjóðlegur glæpamannadómstóll hefur starfað í Tansaníu frá árinu 1997 og hefur dæmt 26 skipuleggjendur morðanna í fangelsi. Fimm hafa verið sýknaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×